Strákarnir úr Fjörheimum Íslandsmeistarar
Strákalið Fjörheima sigraði Íslandsmót félagsmiðstöðva í billiard á laugardaginn var. Átta félagsmiðstöðvar tóku þátt hjá drengjum og fjórar hjá stelpunum. Félagsmiðstöðin Vitinn Hafnarfirði sigraði í stúlknaflokki og félagsmiðstöðin Þruman í Grindavík var í öðru sæti.Liðið er skipað þremur keppendum en þrír efstu í meistaramóti
Fjörheima skipa liðið. Drengirnir hafa verið afar sigursælir en þeir
eru tvöfaldir Suðurnesjameistarar og hlutu silfurverðlaun á
Íslandsmótinu í fyrra. Liðið er skipað þeim Kristni Björnssyni,
Óskari Sigþórssyni og Ágústi Ágústssyni. Eldri borgarar takið eftir:
Í apríl er svo fyrirhugað að meistaramót eldri borgara í billiard
fari fram í félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Keppt verður um titilinn
Reykjanesbæjarmeistari í billiard eldri borgara. Fyrstu 3 sætin í
mótinu munu tryggja rétt til að spila við hið sigursæla unglingalið
Fjörheima.
Fjörheima skipa liðið. Drengirnir hafa verið afar sigursælir en þeir
eru tvöfaldir Suðurnesjameistarar og hlutu silfurverðlaun á
Íslandsmótinu í fyrra. Liðið er skipað þeim Kristni Björnssyni,
Óskari Sigþórssyni og Ágústi Ágústssyni. Eldri borgarar takið eftir:
Í apríl er svo fyrirhugað að meistaramót eldri borgara í billiard
fari fram í félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Keppt verður um titilinn
Reykjanesbæjarmeistari í billiard eldri borgara. Fyrstu 3 sætin í
mótinu munu tryggja rétt til að spila við hið sigursæla unglingalið
Fjörheima.