Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórtónleikar Kristján og söngvina í nýjum Stapa 27. mars
Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 20:08

Stórtónleikar Kristján og söngvina í nýjum Stapa 27. mars

Stórtónleikar Kristjáns Jóhannssonar og söngvina verður í nýuppgerðum Stapa á laugardag í næstu viku, 27. mars. Landslið söngvara með Kristján Jóhannssonar og Diddú í fararbroddi munu koma fram ásamt úrvali annarra söngvara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við lofum frábærum og eintstökum tónleikum. Ég held að svona stórtónleikar hafi ekki verið á Suðurnesjum í tæp tuttugu ár,“ segir Kristján stórtenór Jóhannsson sem hefur ekki sungið áður á opinberum tónleikum á Suðurnesjum.


Kristján segir að auk hans verði þekktir atvinnusöngvarar með sér og nefnir fyrst Diddú sem allir Íslendingar þekkja vel. Þá eru fleiri atvinnusöngvarar eins og Gissur Páll Gissurarson, tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran og Jóhann Smári Sævarsson, bassi frá Keflavík. Allir þessir söngvarar hafa sungið erlendis við góðan orðstýr sem og hér heima.


Til viðbótar munu söngnemendur Kristjáns syngja á tónleikunum. Einn þeirra er Rúnar Þór Guðmundsson, söngvari og fyrrverandi sjómaður úr Keflavík. Hann sagði í viðtali við VF í síðustu viku hlakka mikið til. Þetta væri ótrúlegt tækifæri sem hann væri að fá, að syngja í nýjum Stapa með flottustu söngvurum og hljómsveit landsins.

Kristján Jóhannsson segist hlakka mikið til að fá að syngja í nýjum Stapa sem hann hafi heyrt að sé frábært tónleikasalur. „Við leggjum allt í sölurnar og fáum bestu hljómsveit landsins með okkur í þetta, hljómsveit Hjörleifs Valssonar. Þannig að við getum lofað frábærri skemmtun og vonum að Suðurnesjamenn mæti og sjái bæði okkur og sína menn flytja flottar aríur og atriði úr frægum óperum,“ sagði Kristján hress í bragði.

Miðasala fer fram á midi.is. Smellið hér til að panta miða.