Stórtónleikar Kammersveitar Reykjavíkur
- Grindavíkurkirkju á sunnudag.
40 ára afmælistónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða í Grindavíkurkirkju á sunnudaginn kl. 17:00. Þetta verða sannkallaðir stórtónleikar en Kammersveitin og Grindavíkurbær eiga það sameiginlegt að eiga 40 ára afmæli í ár! Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir eru í boði fyrirtækja í Grindavík. Þetta kemur fram á vefsíðu Grindavíkurbæjar.
Kammersveitin flytur verk eftir Franz Schubert: Oktett í F-Dúr D 803, fyrir klarinettu, fagott, horn, tvær fiðlur, víólu, selló og kontrabassa.
1 Adagio - Allegro
2 Adagio
3 Allegro Vivace - Trio
4 Andante und Variationen
5 Menuetto, Allegro - Trio
6 Andante Molto - Allegro
Sveitina skipa eftirtalin:
Arngunnur Árnadóttir, klarínett
Rúnar H. Vilbergsson, fagott
Joseph Ognibene, horn
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla
Sigurgeir Agnarsson, selló
Richard Korn, kontrabassi
Nánar um viðburðinn hér.