Stórtónleikar í lok þemaviku TR í Stapa á laugardag
Þemavika hefur staðið yfir alla vikuna hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og endar með stórtónleikum í Stapa laugardaginn 26. febrúar kl.14..
Þetta er árleg þemavika tónlistarskólans, sem ber yfirskriftina „Tónlist hinna ýmsu landa“. Heilmikil tónleikaröð hefur verið í gangi, glæsilegir tónleikar rythmadeildar (jass- og rokkdeild) voru í Frumleikhúsinu sl. þriðjudag, en þar var flutt tónlist frá Bandaríkjunum og S-Ameríku. Á miðvikudag voru mjög sérstakir lúðrasveitatónleikar í Stapa, Hljómahöllinni, þar sem flutt var tónlist frá Rússlandi, efnisskráin var á rússnesku (og íslensku) og lesin fyrir áheyrendur á rússnesku af innfæddum rússa.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á „Rússatónleikunum“.
VF-myndir/pket.
--
--