RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Mannlíf

Stórtónleikar Forskóladeildar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 16. mars 2022 kl. 18:03

Stórtónleikar Forskóladeildar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Fimmtudaginn 17. mars n.k., stendur Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir
tvennum stórtónleikum í Stapa, Hljómahöll. Á tónleikunum koma fram nemendur í Forskóla
2, sem eru allir nemendur 2. bekkjar grunnskólanna (sjö ára börn) ásamt Lúðrasveit TR.

Fyrri tónleikarnir verða kl. 17. Á þeim koma fram forskólanemendur úr Háaleitisskóla,
Holtaskóla og Stapaskóla.

Seinni tónleikarnir verða kl.18. Á þeim koma fram forskólanemendur úr Akurskóla,
Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla. Tónleikarnir taka um 30 mínútur hvor.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Forskóladeildin hefur um langt árabil staðið fyrir Stór-tónleikum einu sinni á vetri, ásamt
lúðrasveitinni, sem er í hlutverki „undirleikara“ fyrir forskólanemendurna. Fyrstu árin fóru
tónleikarnir fram í grunnskólunum og svo lokatónleikar haldnir í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
en fyrir nokkrum árum var ákveðið að færa tónleikana í hinn glæsilega tónleikasal, Stapa í
Hljómahöll og halda þar tvenna tónleika. Mikil ánægja hefur verið með það fyrirkomulag
enda öll umgjörð tónleikanna hin glæsilegasta, stórt svið og flott sviðslýsing. Á tónleikunum
koma fram alls um 300 börn og unglingar, þar af um 260 forskólanemendur, sem flytja
fjölbreytta og stórskemmtilega efnisskrá.

Allir eru hjartanlega velkomnir. Tónleikunum verður einnig streymt á YouTube-rás skólans.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025