Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórt Barbie-hús og túpusjónvarp eftirminnilegar jólagjafir
Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 12. desember 2020 kl. 07:39

Stórt Barbie-hús og túpusjónvarp eftirminnilegar jólagjafir

Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir hefur verið dugleg að kaupa jólagjafir á netinu en eftirminnilegasta jólagjöfin sem hún hefur fengið er stórt Barbie-hús sem var jafn hátt henni sjálfri. Undirbúningur hjá ungu fjölskyldunni hefur gengið vel en Ásta og Hermann Unnarsson, maður hennar, eiga fjögur börn og búa í Innri-Njarðvík.

– Hvernig hefur gengið að kaupa jólagjafir?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er búin að kaupa nánast allar jólagjafir, það eru mögulega tvær eftir. Ég pantaði þær allar á netinu og nýtti mér afslættina sem hafa verið undanfarið. Það var alveg ofsaleg þægilegt að afgreiða þetta bara svona heima í rólegheitunum.“

– Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár?

„Ég er vön að skreyta fyrsta í aðventu en það var aðeins fyrr í ár. Ég er ekki með miklar skreytingar, er ennþá að safna mér jólaskrauti en heimilið er þó mjög jólalegt.“

– Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst?

„Dætur mínar fá að skreyta piparkökur og baka smákökur sér til gamans en ég er meira fyrir osta og kex svo hér er ekki bakað mikið af jólakökum.“

– Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19?

„Við fjölskyldan erum vön að taka jólarölt um bæinn og kíkja á jólaþorpið en ætli það verði ekki aðeins öðruvísi þessi jól. Ég held þó að þessi jól verði bara ansi hugguleg heima með fjölskyldunni.“

– Eru fastar jólahefðir hjá þér?

„Að skreyta saman tréð og kíkja á jólasveinana niður í bæ er okkar hefð.“

– Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir?

„Þegar ég fékk Barbie-hús í jólagjöf á stærð við mig.“

– Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina?

„Aðeins einu sinni.“

– Eftirminnilegasta jólagjöfin?

„Ætli það sé ekki Barbie-húsið eða litla túbusjónvarpið.“

– Er eitthvað sérstakt sem þig langar í jólagjöf?

„Í dag óskar maður sér ekkert annað en að vera heilsuhraustur.“

– Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld?

„Við ætlum að vera með hefðbundna hamborgarhrygginn.“