Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórskemmtun í Andrews á laugardaginn
Þriðjudagur 20. apríl 2010 kl. 17:47

Stórskemmtun í Andrews á laugardaginn

Næstkomandi laugardag verður boðið upp á veglega skemmtidagskrá í Andrews bíóinu á Ásbrú þar sem fram fara tvær skemmtanir fyrir alla aldurshópa. Að viðburðinum stendur fyrirtækið Viðburðir ehf í eigu Keflvíkingsins Atla Rúnars Hermannsonar.


Klukkan 16:15 hefst barnaskemmtun í tengslum við Barnahátíð í Reykjanesbæ. Þar munu Íþróttaálfurinn og Solla stirða skemmta með leik og söng eins og best gerist í Latabæ. Skoppa og Skrítla mæta líka á staðinn og skemmta ásamt vinum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Um kvöldið verður svo uppstand í bíóinu þar sem nokkrir merkisberar íslenskrar fyndni á nútíma munu stíga á svið. Það eru þau Pétur Jóhann Sigfússon, Ugla Egilsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir.


Að sögn Atla hefur þessi viðburður verið lengi í undirbúningi en síðar kom í ljós að hann hitti skemmtilega á Barnahátíðina. „Það hefur verið lítið um slíka viðburði á þessu svæði og greinileg eftirspurn. Enda fór forsalan vel af stað á mánudaginn,“ sagði Atli Rúnar. Forsala aðgöngumiða á báða viðburðina stendur yfir í Gallerí Keflavík.