Stórsigur Grindvíkinga í Útsvari
Lið Grindavíkur sigraði lið Árborgar með miklum yfirburðum í spurningaþættinum Útsvari á RÚV síðasta föstudagskvöld. Grindavík hlaut 83 stig en Árborg 44. Með sigrinum hafa Grindavíkingar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Liðið skipa Andrea Ævarsdóttir, Eggert Sólberg Jónsson og Agnar Steinarsson.