Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórleikjadagur á leikskólanum Sólborg
Fimmtudagur 10. júní 2004 kl. 12:45

Stórleikjadagur á leikskólanum Sólborg

Krakkarnir á leikskólanum Sólborg í Sandgerði voru í sannkölluðu sólskinsskapi í dag en á leikskólanum var haldinn stór leikjadagur. Búið var að loka bílastæðinu fyrir framan leikskólann og var búið að útbúa þar vegakerfi sem krakkarnir hjóluðu eftir.
Einn starfsmanna leikskólans sá um að dæla bensíni á farartæki barnanna og sérstöku þvottaplani hafði verið komið upp á bílastæðinu. Fjölmargir krakkar nýttu tækifærið og þvoðu farartækin varfærnislega.
Lögreglumenn frá lögreglunni í Keflavík litu við í heimsókn og skoðuðu farartæki og hjálma krakkanna og fengu þau miða á hjólin í staðinn. Lögreglan brýndi fyrir krökkunum mikilvægi þess að nota hjálma þegar þau væru á hjólunum og að þau mættu ekki hjóla nema á lokuðum svæðum. Krakkarnir voru mjög meðvituð um þetta því allir mættu með hjálma og allir vissu að ekki mátti hjóla út á götu.

Myndirnar: Mikið fjör á stórleikjadegi hjá krökkunum á leikskólanum Sólborg í Sandgerði. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024