Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórkostleg skemmtun með Þorsteini Eggertssyni
Mánudagur 27. september 2010 kl. 10:18

Stórkostleg skemmtun með Þorsteini Eggertssyni

Þeir sem mættu á tónlekana hér í Miðgarði í Gerðaskóla sl. laugardag urðu vitni af sérstaklega skemmtilegum tónleikum þar sem óperuídívurnar Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi sungu lög við textana hans Þorsteins Eggertssonar og fóru ekki mjög troðnar slóðir í þeim efnum. Við píanóið var Helgi Már Hannesson.

Tónleikarnir voru stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda og heppnuðust frábærlega. Hátt í 200 mættu og hlustuðu á góðan söng og skemmtilegar kynningar Þorsteins Eggertssonar. Tónleikunum lauk með frumflutningi á nýju lagi Þorsteins Eggertssonar um Garðinn, æskuslóðir hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024