Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórkostleg skemmtun á uppskeruhátíð Geimsteins
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 17:10

Stórkostleg skemmtun á uppskeruhátíð Geimsteins

Það var húsfyllir og mikil stemmning á uppskeruhátíð Geimsteins sem var haldin á veitinahúsinu Ránni í Keflavík í gærkvöldi.Frábærir listamenn tróðu upp með stórkostlegri dagskrá sem var hverrar krónu virði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Uppskeruhátíð Geimsteins er árlegur viðburður sem haldinn er á Ránni. Við upphaf dagskrárinnar í gærkvöldi var mínútu þögn til að minnast tónlistarmannsins Rúnars Júlíussonar í Geimsteini. Rúnar heitinn var að stíga á svip á uppskeruhátíðinni fyrir réttu ári síðan þegar hann veiktist alvarlega og lést síðar um nóttina.


Á hátíðinni í gær komu fram Deep Jimi and the Zep Creams, Hjálmar, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Klassart og synir Rúnars Júlíussonar, þeir Baldur og Júlíus.

- Sjá myndasafn hér!



Ljósmyndir: Páll Ketilsson



Fleiri myndir eru í ljósmyndagallerýi hér á vf.is