Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórdansleikur í Sandgerði
Fimmtudagur 30. janúar 2014 kl. 14:06

Stórdansleikur í Sandgerði

Stórdansleikur fer fram í hinu fornfræga Samkomuhúsi í Sandgerði, nk. laugardag, 1. febrúar.

Helgi Björns og Reiðmenn vindanna munu þar þeysa um sviðið af sinni alkunnu snilld svo dansþyrstir Suðurnesjamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð.

SSSól aðdáendur fá að sjálfsögðu sinn skammt því þeirra bestu lög ásamt mörgum öðrum góðum slögurum munu hljóma í sal samkomuhússins þetta kvöld.

Hvernig væri að ná upp góðri stemmingu, hóa saman vinum og vandamönnum og hittast öll á alvöru balli í Sandgerði.

Þess má geta að 25 ára aldurstakmark er á ballið og forsala fer fram í Reynisheimilinu föstudaginn 31 janúar kl. 18:00 - 20:00.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024