Stórbrotið Háberg í Herdísarvík að molna í Atlantshafið
Reykjanesgönguferðir gengu um Herdísarvík á miðvikudagskvöld. Einar Benediktsson lögfræðingur, sýslumaður, athafnamaður, stórskáld og margt fleira fólk bjó í Herdísarvík ásamt Hlín Johnson. Skoðaður var gamli bærinn sem þau bjuggu í fyrstu árin í Herdísarvík en Hlín lét síðan reisa fallegt hús fyrir skáldið og þar bjuggu þau til æviloka.
Gengið var með stórbrotnu Háaberginu sem virðist vera að molna í Atlantshafið. Fallegt veður og fallegt kvöld.