Stóra upplestrarkeppnin: Lokahátíð 14. mars
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju 14. mars n.k. kl. 16:30.
Stóra upplestrarkeppnin er verkefni sem allir nemendur í 7. bekkjum (12 ára) grunnskólanna taka þátt í. Í vetur hafa nemendur verið að æfa upplestur á sögum og ljóðum undir stjórn sinna kennara. Allir nemendur taka síðan þátt í bekkjarhátíð þar sem valdir eru nokkrir nemendur til að lesa í skólakeppni. Skólakeppninni lýkur síðan með vali á tveimur nemendum úr hverjum skóla sem lesa við lokahátíðina.
Á lokahátíð keppa nemendur úr Akurskóla, Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla, Njarðvíkurskóla og Sandgerðisskóla um þrjú verðlaunasæti. Nemendur lesa brot úr skáldverki eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur og ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Auk þess munu 12 ára nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sjá um tónlistarflutning.
Vf-mynd/elg; texti: www.reykjanesbaer.is