Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 18. nóvember 2003 kl. 09:15

Stóra upplestrarkeppnin að hefjast

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ með ýmsum hætti í síðustu viku. Þar sem dagurinn bar upp á sunnudegi hafa skólarnir fært til hátíðardagskrá í tilefni af deginum en í þessari viku hefjast próf hjá þremur grunnskólum Reykjanesbæjar sem starfa eftir þriggja anna kerfi.

Nemendur í Heiðarskóla lásu fyrir aðra bekki skólans og átta nemendur sem tilnefndir voru í ljóðasamkeppni Þallar heimsóttu bekki og lásu upp ljóð sín.
Stóra upplestrarkeppnin meðal nemenda í 7. bekk hófst víðsvegar um landið sunnudaginn 16. nóvember en markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og að allir nemendur lesi upp sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar munu taka þátt í keppninni og koma fram á lokahátíð sem haldin verður í Njarðvíkurkirkju í byrjun mars, segir á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024