Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stór-tónleikar á morgun í Stapanum
Föstudagur 18. mars 2011 kl. 17:26

Stór-tónleikar á morgun í Stapanum

Tónlistarskólarnir á Suðurnesjum, TónSuð, standa saman að stór-tónleikum í Stapanum á morgun kl. 15:00. Þetta eru tónlistarskólar frá Garði, Sandgerði, Grindavík og Reykjanesbæ. Fram koma blásaranemendur, slagverksnemendur og söngnemendur skólanna í stórum samspils- og samsöngshópum. Um er að ræða afar sérstæða og athyglisverða tónleika sem ekki verða endurteknir á næstunni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024