Stór myndlistarsýning í Samkaup
Um 20 listamenn opna myndlistarsýningu í anddyri nýbyggingar Samkaupa þann 15. janúar. Hópurinn hefur síðastliðnar átta vikur sótt námskeið undir leiðsögn Guðmundar R. Lúðvíkssonar, myndlistarmanns, og sýnir afraksturinn á þessari sýningu. Á milli 40 – 50 olíumálverk af ýmsum toga verða til sýnis, landslag, portrett og óhlutbundin verk. Sýningin opnar kl. 17: 30 og eru allir velkomnir.