Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stóðu fyrir götumarkaði við Skrúðgarðinn
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
föstudaginn 16. júlí 2021 kl. 06:22

Stóðu fyrir götumarkaði við Skrúðgarðinn

Samfélagsverkefnið Hughrif í bæ, sem starfar á vegum menningarsviðs Reykjanesbæjar, stóð fyrir götumarkaði í liðinni viku við Skrúðgarðinn þar sem bæjarbúar seldu og keyptu hannyrðir, listaverk, föt, notuð leikföng og ýmislegt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtökurnar voru mjög góðar að sögn Hildar Hlífar Hilmarsdóttur, verkefnastjóra, en markmið Hughrifs í bæ er standa að skapandi starfsemi og viðburðum sem gæða bæinn lífi í gegnum menningu og listir. Þátttakan í götumarkaðnum var bæjarbúum að kostnaðarlausu en hópurinn stóð einnig fyrir söfnun til styrktar Stígamóta þar sem ágóði af kaffi- og armbandasölu rann til þeirra. Hughrif í bæ samanstendur af tveimur verkefnastjórum og sextán meðlimum, sextán ára og eldri.


Hildur Hlíf ásamt börnum sínum.