Stjörnuspor Gunnars Eyjólfssonar afhjúpað
Gunnar Eyjólfsson, einn af sonum Keflavíkur, stórleikari og fyrrum skátahöfðingi, var heiðraður með Stjörnusporinu á þessari Ljósanótt. Formleg afhjúpun sporsins fór fram í dag á æskuslóðum Gunnars á horni Hafnargötu og Klapparstígs. Margt gesta var mætt á staðinn til að heiðra Gunnar með nærveru sinni, m.a. menntamálaráðherra. Gunnar var hrærður mjög þegar hann lyfti hulunni af sporinu og af því loknu flutti hann afar skemmtilegt ávarp þar sem hann rifjaði upp sumar bernskuminningar sínar frá Keflavík.
Það þótti upplagt tilefni að heiðra Gunnar Eyjólfsson með þessum hætti nú á 100 ára afmæli skátastarfs í heiminum og 70 ára afmæli Skátafélagsins Heiðarbúa. Þar var Gunnar mjög virkur félagi á sínum yngri árum.
Myndasyrpu frá athöfninni má finna í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
Mynd: Gunnar Eyjólfsson og Steinþór Jónsson afhjúpa Stjörnusporið í dag. VF-mynd: elg
Það þótti upplagt tilefni að heiðra Gunnar Eyjólfsson með þessum hætti nú á 100 ára afmæli skátastarfs í heiminum og 70 ára afmæli Skátafélagsins Heiðarbúa. Þar var Gunnar mjög virkur félagi á sínum yngri árum.
Myndasyrpu frá athöfninni má finna í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
Mynd: Gunnar Eyjólfsson og Steinþór Jónsson afhjúpa Stjörnusporið í dag. VF-mynd: elg