Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stjórnendur og námsráðgjafar grunnskóla heimsækja FS
Föstudagur 4. febrúar 2005 kl. 11:42

Stjórnendur og námsráðgjafar grunnskóla heimsækja FS

Á dögunum fékk Fjölbrautaskóli Suðurnesja góða gesti en það voru stjórnendur og námsráðgjafar úr grunnskólum á Suðurnesjum. Gestirnir skoðuðu skólann auk þess sem heimafólk kynnti það starf sem fram fer í skólanum.

Samstarf skólanna var rætt og meðal annars um kynningu á FS meðal grunnskólanemenda. Þá var farið yfir skipulag og umfang valgreina en undanfarin ár hefur nemendum 10. bekkjar gefist kostur á að taka valáfanga í FS.

Fjallað var sérstaklega um stærðfræðikeppni grunnskólanemenda sem skólinn stendur fyrir en hún verður haldin 23. febrúar. Áhugi er fyrir að halda áfram að efla samstarf Fjölbrautaskólans og grunnskólanna og var ákveðið að halda fund í október næstkomandi.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

VF-mynd/ Axel Sigurbjörnsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024