STJÁLAR STRÆTÓFERÐIR Í GRÆNÁS
Íbúar í Grænáss hafa safnað undirskriftum og farið fram á að Innri-Njarðvíkur- og Grænásferðirnar verði sameinaðar og að strætó aki um hverfið á hálftímafresti í stað klukkutíma. Í bréfi sínu til Framkvæmda- og tækniráðs Reykjanesbæjar segjast íbúar hverfisins vilja fá sömu þjónustu og aðrir Reyknesbæingar. Núverandi ástand geri það að verkum að börn þeirra geti ekki alltaf nýtt sér ferðirnar í og úr skóla, mæti jafnvel of seint í kennslustundir og þurfi að bíða óratíma eftir næstu ferð heim eftir að skóla líkur. Einnig eiga þau ekki gott með að taka þátt í félagslífinu vegna fjarlægðar og strjálla strætóferða.