Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Steypt á gamla mátann
Fimmtudagur 29. júní 2006 kl. 11:59

Steypt á gamla mátann

Það hefur líkast til ekki farið fram hjá neinum sú mikla uppbygging sem er að eiga sér stað á Suðurnesjum. Ný hús rísa í öllum sveitarfélögum og er þar notast við helstu tækninýjungar.

Ekki eru þó allir eins sannfærðir um að nýtt sé endilega betra í þessum efnum og á það svo sannarlega við portúgölsku smiðina sem ljósmyndari Víkurfrétta hitti í Garðinum fyrir skemmstu.

Þeir voru að steypa í sökkul á nýbyggingu við Ósbraut og notuðust við steypuhrærivél og báru steypuna að mótunum í forláta trogi sem þeir báru á milli sín og helltu í mótin.

Það má því með sanni segja að gamli tíminn sé ennþá við líði a.m.k. sums staðar.

VF-mynd/Þorgils

 

 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25