Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stemning í safnaðarheimilinu þegar Sandgerðisdagar hófust
Hér má sjá Júlíus Viggó og Smára í skónum frægu.
Fimmtudagur 23. ágúst 2012 kl. 10:42

Stemning í safnaðarheimilinu þegar Sandgerðisdagar hófust

Júlíus Viggó 11 ára Sandgerðingur stal senunni.

Sandgerðisdagar hófust í gær og var fjöldi fólks samankominn í safnaðarheimilinu. Þar fór fram skemmtileg dagskrá og ýmis glæsileg tónlistaratriði litu dagsins ljós.

Sérstaka athygli vakti Júlíus Viggó Ólafsson, 11 ára gamall Sandgerðingur en hann söng tvö lög fyrir gesti. Hann fór algerlega á kostum með lagi Adele, Rolling in the deep, þar sem salurinn klappaði með og Smári Guðmundsson úr Klassart aðstoðaði hann á sviðinu. Smári sem er frændi Júlíusar, mætti á sviðið til þess að stappa taktinn og til þess var hann í alveg sérstökum skó sem hann notar jafnan við upptökur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þau Klassart systkin Fríða og Smári fluttu nokkur lög og enduðu svo á smellinum Gamli grafreiturinn og fengu þá alla sem vildu upp á svið að „djamma“ með.

Hér má sjá dagskrá Sandgerðisdaga á vf.is.

Það var flott stemning á sviðinu í gær.

Sandgerðingurinn Óttar Birgisson úr hljómsveitinni 1860.

VF myndir Eyþór Sæmundsson.