Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stemning í Barskólanum
Þriðjudagur 1. maí 2012 kl. 09:18

Stemning í Barskólanum



Barskólinn kláraðist nú um síðustu helgi en MSS stendur fyrir 6 vikna námskeiði þar sem kennt er bæði starf bar- og kaffiþjóna. Blaðamaður Víkurfrétta kíkti á lokadaginn þar sem nemendur höfðu nýlokið prófum og voru að dreypa á nokkrum hanastélum. „Þetta hefur gengið vel og aðsókin verið góð, “sagði Andri D. Pétursson skólastjóri Barskólans. Hann sagði nemendur læra að umgangast vín af meiri þekkingu á námskeiðinu og voru nemendur sammála því.

„Maður lærir mikið á þessu námskeiði og lítur þetta allt saman öðrum augum núna,“ sagði Erling Þór Erlingsson nemandi á námskeiðinu en hann sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að starfa við eitthvað í þessum bransa í framtíðinni.

Andri skólastjóri er faglærður þjónn og meistaranemi. Andri situr í stjórn barþjónaklúbbs íslands ásamt starfi sínu sem yfirþjónn á veitingarstaðnum Sjávargrillinu skólavörðustíg. Andri hefur hannað og kennt flest barþjónanámskeið sem haldin hafa verið á íslandi með góðum undirtektum. Á námskeiðunum er gjarnan farið yfir fagleg vinnubrögð, uppsetningu á bar, þjónustu og sölumennsku svo einhvað sé nefnt.

Stefnt er á að halda annað eins námskeið á haustmánuðum en það yrði þá í samstarfi við MSS og er námskeiðið eingöngu í boði fyrir atvinnuleitendur enn sem komið er.

VF-Myndir [email protected]: Að ofan er útskiftarhópurinn en á neðri mynd er Erling með glæsilegan Mojito.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024