Stemmningsmyndir úr hátíðarblíðu
Daginn tekur að lengja um hænufet á hverjum degi en sannkallað jólaveður hefur verið á landinu að undanförnu. Okkar maður í „háloftunum“, Einar Guðberg Gunnarsson áhugaljósmyndari tók þessar myndir í morgun. Glæsilegar sólarupprásarmyndir.
Spáin fyrir helgina er norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og bjartviðri. Dálítil él N- og A-til, en styttir upp síðdegis. Vaxandi S-læg átt í kvöld og þykknar smám saman upp í nótt, fyrst V-lands. Sunnan og suðvestan 8-15 í nótt og á morgun, en 13-20 um NV-vert landið. Víða rigning með köflum, en úrkomulítið syðra. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Hlýnar í nótt og á morgun og hiti víða 1 til 7 stig síðdegis.
Ungir sem eldri kunna að leika sér í snjónum. Hér er læknirinn Konráð Lúðvíksson með tveimur af barnabörnum sínum við snjókarlagerð. Hér eru fleiri myndir úr snjóstemmningunni í Reykjanesbæ. VF-myndir/pket.