Stemmning á nýjum sýningum í Duus
Þrjá nýjar sýningar opnuðu í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Fjölmargir voru viðstaddir opnunina og hlustuðu á forsvarsfólk sýninganna segja frá þeim.
Önnur tveggja listsýninga er Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur sem samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðsvegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar.
Hin sýningin heitir FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI og er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda.
Þriðja sýningin er ljósmyndasýning Víkurfrétta í samvinnu við Byggðasafn Reykjanesbæjar en hún er í Bíósal Duus Safnahúsa. Sýndar eru valdar ljósmyndir úr mannlífi Suðurnesja frá árunum 1983 til 1993.
Víkurfréttamennirnir Páll Ketilsson, ritstjóri og Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri með Oddgeir Karlsson, ljósmyndara og sýningarstjóra á mili sín.
Nærri 400 myndir úr safni VF árin 1983-1993 kalla margar fram bros.
Hluti Víkurfréttafjölskyldunnar, Páll Ketilsson og Ásdís B. Pálmadóttir kona hans, með dætrunum Valgerði Björk og Hildi Björk og unnusta hennar, Jóni Árna Benediktssyni. Litla daman er Hekla Björk, dóttir Hildar og Jóns.