Stelpuslagur í Duus
Stelpuslagur úr brúðkaupi Fígarós var efni eins óperudúetts ÓP-hópsins sem söng á hádegistónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í dag. Jólalög og óperudúettar ómuðu í gamla bíósalnum og fullur salur gesta naut frábærra tónleika.
Stelpuslagur var kannski gott orð fyrir þessa jólatónleika því fjórar söng-„stelpur“ sáu um flutninginn með einum herra, Rúnari Guðmundssyni. Þær þurftu þó ekki að slást til að fá athygli því þær og þau öll náðu fullkominni athygli tónleikagesta. Þau eru úr ÓP hópnum og eru ungir óperusöngvarar. Söngkonurnar á tónleikunum í dag voru þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Hörn Hrafnsdóttir og Erla Björg Káradóttir. Undirleikari var Antónía Hevesí.
ÓP hópurinn í Duus í dag.
Áhorfendur fylltu Bíó salinn.