Stelpuís og strákaís í stærri kantinum
Netheimar loga stafnana á milli vegna þeirrar ákvörðunar Emmessíss að setja á markað sérstakan stelpuís og strákaís. Einn netverja setti málið upp á myndrænan hátt og setti saman tvær ljósmyndir sem teknar eru á norðurslóðum. Aðra myndina tók Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari en ekki er vitað hver tók hina myndina. Eins og þeir sjá, sem vilja sjá, þá eru þarna hugsanlega á ferðinni stelpuís og strákaís. Hvað finnst ykkur?