Steinnunn verður Astrópía
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er á leið sinni upp á hvíta tjaldið. Ragnhildur hreppti aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Astrópía sem leikstýrt verður af Gunnari Birni Guðmundssyni en þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. Gunnar vakti athygli með stuttmynd sinni Karmellumyndin en áætlaður kostnaður við gerð Astrópíu er rétt rúmar eitthundarð milljónir króna.
„Þetta er mjög spennandi verkefni,“ sagði Ragnhildur Steinunn í samtali við Víkurfréttir en hún verður í tökum á Astrópíu á meðan hún verður í sumarfríi frá Kastljósinu. „Ég var kölluð í prufur sem voru langar og strangar og fékk hlutverkið,“ sagði Steinunn sem mun leika á móti þeim Snorra Engilbertssyni og Ómari Erni Haukssyni sem er fyrrverandi meðlimur Quarashi. Þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skiptið sem Steinunn leikur í kvikmynd í fullri lengd þá hefur hún töluverða reynslu en hún lék m.a. í Fame og Kalla á þakinu.