Steindi Jr og Jackson-show í Háaleitisskóla
Nemendur 7. bekkjar Háaleitisskóla fara í skólaferðalag að Reykjum í Hrútafirði á næstu vikum. Ýmislegt hefur verið gert til að afla fjár til fararinnar og áfram verður haldið í fjáröflun.
Næstkomandi föstudag, þann 1. febrúar, verður fjáröflunarkvöld í Háaleitisskóla kl. 20:00. Þar verða margvísleg tónlistaratriði en aðalnúmerin þetta kvöld verða Alan Jones, sem var með Michael Jackson Show á Broadway. Þá mæta þeir Steindi Jr. og Bent og taka nokkur lög.
Aðgangseyrir verður 500 kr. og sama gjald fyrir fullorðna og börn. Þeir sem ætla að mæta og taka þátt í fjörinu er bent á að ekki eru posar á svæðinu og því betra að vera með seðil eða klink við innganginn.