Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Steindi Jr og Jackson-show í Háaleitisskóla
Mánudagur 28. janúar 2013 kl. 11:38

Steindi Jr og Jackson-show í Háaleitisskóla

Nemendur 7. bekkjar Háaleitisskóla fara í skólaferðalag að Reykjum í Hrútafirði á næstu vikum. Ýmislegt hefur verið gert til að afla fjár til fararinnar og áfram verður haldið í fjáröflun.

Næstkomandi föstudag, þann 1. febrúar, verður fjáröflunarkvöld í Háaleitisskóla kl. 20:00. Þar verða margvísleg tónlistaratriði en aðalnúmerin þetta kvöld verða Alan Jones, sem var með Michael Jackson Show á Broadway. Þá mæta þeir Steindi Jr. og Bent og taka nokkur lög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðgangseyrir verður 500 kr. og sama gjald fyrir fullorðna og börn. Þeir sem ætla að mæta og taka þátt í fjörinu er bent á að ekki eru posar á svæðinu og því betra að vera með seðil eða klink við innganginn.