Steinar H. Geirdal listamaður mánaðarins
Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ á vegum menningar- íþrótta- og tómstundasviðs bæjarins. Listamaður janúarmánaðar er Steinar H. Geirdal.Steinar H. Geirdal er fæddur í Reykjavík 4.1. árið 1938 og ólst þar upp. Hann hóf störf hjá Keflavíkurbæ árið 1972 og hefur búið í Reykjanesbæ síðan. Steinar lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og síðan í byggingarfræði frá Bygningskonstruktörskolen í Kaupmannahöfn árið 1966. Hann vann sem byggingarfulltrúi hjá Keflavíkurbæ 1972 til 1984 en opnaði þá teiknistofuna Artik í Reykjanesbæ og rekur hana ennþá. Steinar byrjaði í myndlistarnámi árið 1976 hjá Eiríki Smith í Baðstofunni, félagi áhugafólks um myndlist í Reykjanesbæ, og var þar næstu 10 árin. Hann sótti einnig ýmis námskeið hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur frá 1987 og voru kennarar hans þar m.a. Valgerður Bergsdóttir, Katrín Briem, Hringur Jóhannesson og Daði Guðbjörnsson.
Steinar hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á vegum Baðstofunnar og nemendasýningum á vegum Myndlistarskóla Reykjavíkur. Steinar hefur einnig haldið einkasýningar bæði í Keflavík og Kaupmannahöfn. Steinar Geirdal er í upphafshópi Baðstofunnar sem hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2002.
Menningarfulltrúi
Steinar hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á vegum Baðstofunnar og nemendasýningum á vegum Myndlistarskóla Reykjavíkur. Steinar hefur einnig haldið einkasýningar bæði í Keflavík og Kaupmannahöfn. Steinar Geirdal er í upphafshópi Baðstofunnar sem hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2002.
Menningarfulltrúi