Steina sýnir á Listatorgi í Sandgerði
Steina heldur sýningu í Listatorgi Sandgerði?13. til 20. september 2008. Steinunn (Steina) Einarsdóttir hefur haldið fjölda einka-og samsýninga síðan hún flutti aftur heim frá Ástralíu 1994 og sýningin í Listatorginu er hennar áttunda einkasýning.
Hún hefur varið sumrinu í að mála myndir af ýmsum þekktum vitum á Reykjanesinu og hefur nýtt sér vinnuaðstöðu Nýrrar-Víddar við listsköpun sína.
Sýningin verður opin frá kl. 13-17 daglega og allir eru hjartanlega Velkomnir.
Steinunn (Steina) Einarsdóttir er fædd 19. júlí, 1940 í Vestmannaeyjum. Steinunn fluttist til Ástralíu 1967 og bjó þar í rúm 27 ár. Hún útskrifaðist 1994 sem myndlistamaður í Visual Art and Design frá Barrier Reef Institute of T.A.F.E. Listaháskóla í Townsville.
Steinunn flutti til Íslands aftur í desember, 1994 og hefur starfað sem myndlistarmaður og leiðbeinandi síðan 1996.
Texti og mynd: www.245.is