Steiktu 4575 kærleikskleinur
Það var líf og fjör í bílskúrunum í Fornuvör og Litluvöllum í gær þegar bakaðar voru 4575 kærleikskleinur fyrir Fjölskylduhjálp Íslands sem er nærri helmingi fleiri kleinur en stefnt var að í upphafi. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína og réttu hjálparhönd en alls mættu 30 manns í Förnuvör hjá Birnu Óladóttur og 8 manns á Litluvelli hjá Pálmeyju Jakobsdóttur og fjölskyldu.
Alls fóru um 65 kg af hveiti í kleinurnar en bakstrinum lauk upp úr átta í gærkvöldi eftir 12 tíma törn. Fanný Laustsen starfsmaður í sundlauginni sem fékk þessa hugmynd segist hrærð yfir því hversu vel tókst til og Grindvíkingar hafi sannarlega sýnt samtakamátt sinn.
Á vef Grindavíkurbæjar er greint nánar frá þessu í máli og myndum.
Myndir/Þorsteinn Gunnarsson.