Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stefnt til Hornafjarðar í dag
Föstudagur 13. ágúst 2010 kl. 08:54

Stefnt til Hornafjarðar í dag


Gærdagurinn gekk vel í hjólaferð Haraldar Hreggviðssonar, Lionsfélaga úr Njarðvík, en hann fer hjólandi þessa dagana eftir hringveginum til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Dagurinn endaði í Skaftafelli eftir rúma 70km dagleið. Nokkur mótvindur var í gær en annars ljómandi gott veður, að sögn Hallana en Haraldur Helgason er nafna sínum til halds og trausts á þjónustubílnum.
Í dag er svo stefnan tekin á Höfn í Hornafirði en þangað eru 133 kílómetrar frá Skaftafelli.

Facebooksíða „Hjólað til heilla” er hér

Símanúmer söfnunarinnar er 901-5010
þá dragast 1000,- af símareikningnum

Styrktarreikningur:
1109-05-412828
kt. 440269-6489


Efsta mynd: Með fallega fjallasýn í Skaftafelli. Efst trónir Hvannadalshnúkur, Svínafellsjökull þar fyrir neðan og Skaftafellsjökull til vinstri.

Neðri mynd: Sólin brenndi kollinn á Halla Helga, sem hér situr við þjónustubílinn.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024