Stefna á Gymnaestrada 2007
Í bikarleik Keflavíkur og Grindavíkur í körfubolta s.l. laugardag var danshópur frá Reykjanesbæ með sýningu í hálfleik í leik liðanna. Hópurinn, sem saman stendur af stelpum á aldrinum 17 – 20 ára, æfði saman fimleika í mörg ár í Keflavík en stelpurnar hafa nú látið af fimleikaiðkun og tekið alfarið upp dansinn. Hópurinn var ekki tilbúinn til þess að kveðja samverustundirnar og hefur hann því verið við æfingar í Kiwanis-húsinu í Reykjanesbæ síðustu vikur.
Mældist danssýningin vel fyrir í Laugardalshöll en hópurinn hefur m.a. áhuga á því að sýna dans við hin ýmsu tækifæri, t.d. á árshátíðum eða í öðrum veislum og samkomum.
Þá stefnir hópurinn að því að taka þátt í Gymnaestrada næsta sumar sem er alþjóðleg fimleikasýning og fer fram á fjögurra ára fresti. Gymnaestrada sýningin fer fram sumarið 2007 í Austurríki en danshópurinn tók þátt í Gymnaestrada á Portúgal sumarið 2003.
Þeir sem hafa hug á því að fá stelpurnar til að skemmta fyrir sig í veislum og öðru geta haft samband í síma 690 6137, Íris Ósk eða 866 9162, Ásdís.





