Stebbi og Eyfi með tónleika eftir Útsvarið í kvöld
Söngvararnir vinsælu Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru á ferð um Ísland þessa dagana. Í kvöld, föstudaginn 27. apríl, verða þeir með tónleika í Kvikunni 22:00 eftir eftir að Útsvari lýkur en eins og kunnugt er keppa Grindvíkingar til úrslita í spurningarkeppninni vinsælu. Liðið mætir Fljótsdalshéraði klukkan 20:10 í beinni á Rúv.
Stebbi og Eyfi sendu frá sér plötuna „Fleiri notalegar ábreiður“ fyrir skemmstu og herja nú á landann í tónleikaferð, sem spannar allt landið. Þeir félagar munu flytja lög af nýju plötunni ásamt ótal dægurperlum, sem þeir hafa flutt í gegnum tíðina. Einnig munu þeir spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og segja óborganlegar sögur úr bransanum.
Miðaverð kr. 2.900 Miðasala við inngang.