Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starfsmenn Vöruhúss Fríhafnarinnar getspakastir
Föstudagur 27. apríl 2007 kl. 12:11

Starfsmenn Vöruhúss Fríhafnarinnar getspakastir

Vöruhús Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli fagnaði sigri í fyrirtækjaleik Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Keflavíkur 2007.

 

Getraunaleikurinn hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið og hefur verið kynntur á íþróttasíðum Víkurfrétta, en Vöruhúsið fékk 23 af 33 stigum mögulegum. Jöfn í 2.-3. sæti voru svo Hitaveita Suðurnesja og Áfangar.


Kristinn Bjarnason tók við veglegum bikar sem verður í vörslu fríhafnarinnar næsta árið úr hendi Smára Helgasyni, formanni Barna og unglingaráðs Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024