Starfsmenn HSS á iði
Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja taka þátt í átakinu, Ísland á iði sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir um þessar mundir.
Alls taka 85 þátt í átakinu af þeim 267 sem eru þar starfandi. Mun vera ákveðin samkeppni innanhúss um hvaða deild er að standa sig best þó svo að stofnunin keppi sem ein heild út á við.
Rannsóknir hafa sýnt fram á hversu mikilvæg hreyfing er fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði. Sambandið vill vinna gegn þeirri þróun að offita og hreyfingarleysi verði að vaxandi vandarmáli hjá þjóðinni með því að koma öflugar að heilbrigðismálum og hvetja fólk til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar.
Verkefnið Ísland á iði er fræðslu- og hvatningarverkefni á landsvísu og ætlað almenningi á öllum aldri.
[email protected]
VF-mynd/Margrét