Starfsfólk HSS Suðurnesjamenn ársins
Sveinbjörg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá HSS, gerir upp árið 2013.
Sveinbjörg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá HSS, gerir upp árið 2013.
Hvað stóð upp úr í fréttum ársins 2013 á Suðurnesjum?
Hið frábæra framtak Hilmars Braga Bárðarsonar, fréttastjóra Víkurfrétta, sem gerði miklar breytingar á lífsstílnum sínum eftir veikindi og lét í leiðinni gott af sér leiða og stóð fyrir söfnun í svokallaðan Gleðisjóð og bauð 110 hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum HSS í Þjóðleikhúsið og færði einnig Bráðamóttökunni iPad sem nýtist mjög vel.
Hvaða Suðurnesjamaður var mest áberandi að þínu mati þetta árið?
Að mínu mati er Suðurnesjamenn/konur sem hafa verið mest áberandi okkar unga efnilega íþróttafólk.
Hvað var það jákvæðasta sem gerðist á árinu?
Jákvæðustu fréttir ársins er án efa aukinn ferðamannafjöldi til landsins og uppgangur í allri flugtengdri þjónustu.
En það neikvæðasta?
Það voru öldrunarmálin, rekstur Nesavalla var afhentur Hrafnstu og sett þannig upp að valið hafi staðið á milli tveggja góðra kosta. Þ.e þeirra og HS. Ekki gaman að fara í keppni þar sem þú hafðir aldrei sigurmöguleika. Fundir milli allra aðila og stjórnenda HSS þar sem málin voru rædd og skoðuð ekki sönn. Ég er alls ekki að segja að Hrafnista sé slæmur kostur en ekki skoðað til hlítar kostur þess að reka þetta saman; heilsugæslu, heimahjúkrun, endurhæfingu aldraðra, dvalarheimili, þ.e samhæfð þjónusta. Við höfum sinnt þessum skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra og margt gerist áður en aldraðir fara inn á öldrunarheimili og eftir að þangað er komið.
Hvað stóð upp úr persónulega hjá þér á þessu ári?
Skemmtilegasta upplifun mín á árinu var gangan á Fimmvörðuháls í góðum hópi í blíðskaparveðri. Þvílík nátturufegurð, kyrrð og að upplifa fegurðina í íslensku landslagi. Svo eru það allar samverustundir með eiginmanni mínum og yndislegu fjölskyldu minni alla daga.
Ætlar þú að strengja áramótaheit?
Já, „vinnumaurinn“ ég sem er stundum of dugleg að finna mér eitthvað að gera. Mætti slaka oftar á og njóta.
Hvað jákvæðu breytingar viltu sjá á Suðurnesjum á nýju ári?
Það er mikil orka í fólkinu sem býr hér, við þurfum að vinna og standa meira saman. Hafa trú á okkur og styrkja það sem er gott. Alls ekki tala okkur niður, vera stoltir Suðrnesjamenn.
Hvaða Suðurnesjamanni hefurðu mesta trú á og hvers vegna?
Ég ætla að vera mér nærtæk og nefna heilbrigðistarfsmenn á HSS sem Suðurnesjamenn ársins. Því þrátt fyrir niðurskurð til margra ára og oft og tíðum ósanngjarna umræðu, vinnur heilbrigðisstarfsfólk erfiða vinnu við mikið álag og oft við erfiðar aðstæður. Starfsfólkið er jákvætt, faglegt og duglegt og á þátt í því að ég mæti í vinnu mína glöð í hjarta.