Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Starf KFUM og KFUK er að hefjast
Þriðjudagur 3. september 2013 kl. 09:05

Starf KFUM og KFUK er að hefjast

Fundirnir í KFUM og KFUK eru að hefjast aftur eftir sumarfrí.  Fundir byrja nú í vikunni eftir Ljósanótt.

Á fundum  margt til gamans gert, sungið, farið í leiki og keppnir,  íþróttir, gestir koma í heimsókn, margskonar föndur, leiklist, tónlist,bingó, hæfileikasýningar og margt fleira. Einnig eru ferðalög og íþróttamót fastir liðir í starfinu.  Á hverjum fundi er hugleiðing um Guðs orð.

Reynt er að mæta þörfum hvers og eins með fjölbreyttri dagskrá og aldurskiptum deildum. Svo má ekki gleyma að það kostar ekkert að vera með og mæta í KFUM og KFUK.

KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að vekja trú á Krist og  hlynna að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins.

Fundartímar í Reykjanesbæ:
Mánudagar: KFUM og KFUK (drengir og stúlkur)  2. - 4. bekkur  Hátún 36 í Keflavík kl. 14.30 – 15.30. Hefst 16. september.
Mánudagar: KFUM (drengir)  5. - 7. bekkur,   Hátún 36 í Keflavík kl. 17.30 – 18.30
Miðvikudagar:  KFUM (stúlkur) 5. - 7. bekkur,  Hátún 36 í Keflavík kl. 19.30  - 20.30
Fimmtudagar:  KFUM og KFUK (drengir og stúlkur)  5. - 7. bekkur  Akurskóli í Njarðvík kl. 17.00 – 18.00.
Sunnudagar:  KFUM og KFUK  8. - 10. bekkur, Hátún 36  í Keflavík kl. 20.00 – 21.30

Fundartímar í Grindavík:
Fundirnir hefjast 19. september:
Fimmtudagar:   KFUM og KFUK  4.- 7. bekkur   kl. 17:30-18:45.
Fimmtudagar:   KFUM og KFUK  8. – 10. bekkur kl. 19:30-21:30

Hvetjum krakka til að kíkja á fundi og taka þátt í skemmtilegu æskulýðsstarfi.

KFUM og KFUK á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024