Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stafnesvegur 3 er Jólahús Sandgerðisbæjar 2013
Stafnesvegur 3
Föstudagur 20. desember 2013 kl. 14:16

Stafnesvegur 3 er Jólahús Sandgerðisbæjar 2013

Umhverfisráð Sandgerðisbæjar hefur valið Stafnesveg 3 Jólahús ársins 2013 og var eiganda hússins veitt viðurkenning af því tilefni í Vörðunni, fimmtudaginn 19. desember.  

Eigandi hússins er Grétar Pálsson sem sagði vissulega hvetjandi að fá slíka viðurkenningu en tók jafnframt fram að hann væri nú ekki „alveg búinn“ að skreyta þessi jólin.  Auk þess að vera leystur út með viðurkenningarskjali og veglegum jólavendi fékk Grétar gjafabréf frá HS Orku og HS Veitum að verðmæti 20.000 krónur.

 

Sigrún bæjarstjóri, Halldóra, Hafsteinn og Margrét frá Umhverfisráði með verðlaunahafanum Grétari Pálssyni


Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir formaður umhverfisráðs og Grétar Pálsson.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024