Stærsti tískuviðburður Íslands í Bláa lóninu
Tveir íslenskir fatahönnuðir, Bára og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur, sem sýndu á Futurice -ískusýningunni í Bláa lóninu, hafa verið valdir til að hanna sumartískuna 2001 fyrir Top Shop á Íslandi. Sýningin vakti mikla hrifningu íslenskra gesta sem erlendra.Vísir.is greindi frá. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari sýningarinnar og sagðist hún í setningarræðu sinni vera stolt af íslenskri hönnun og framtakssemi íslenskra hönnuða á erlendri grundu. Ásýningunni frumsýndu meðal annars fjórir íslenskir tískuhönnuðir nýjustu fatalínu sína. Íslenskir hönnuðir byrjuðu á að sýna hönnun sína. Fyrst var framúrstefnuleg lína hönnuðanna Hrafnhildar og Báru Hólmgeirsdætra sýnd en hún ber nafnið Aftur. Síðan sýndi Sæunn Þórðardóttir hönnun sínasem ber nafnið Æ. Næstur kom Tristan Webber og sýndi vetrartískuna fyrir ári. Á eftir Webber var komið að Rögnu Fróða með Path of Love-línuna sína. Jeremy Scott var síðastur og hét lína hans "Draumur íhvítu".