Stærsti þjóðfáni landsins dreginn að húni
Það er mikil fyrirhöfn að draga stærsta þjóðfána landsins að húni. Árlega sjá skátar í Reykjanesbæ um þessa athöfn. Gengið er með fánann í mikilli fylkingu um bæinn og í skrúðgarðinum er fáninn dreginn að húni kl. 14 með aðstoð einhvers bæjarbúa. Í ár kom það í hlut Önnu Maríu Sveinsdóttur körfuknattleikskonu að hylla fánann.Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við athöfnina í gærdag.