Stærsta þorrablót Suðurnesja í Garði í kvöld
	Nú er allt orðið klárt fyrir stærsta þorrablót Suðurnesja sem haldið verður í Garðinum í kvöld, laugardagskvöld. Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem standa að þorrablótinu en dagskráin verður fjölbreytt og vönduð. Boðið verður upp á þorramat frá Axel Jónssyni í Skólamat og svo verður dansað fram undir morgun.
	
	Meðfylgjandi mynd var tekin í veislusalnum í íþróttamiðstöðinni í Garði í gærkvöldi þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúninginn.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				