Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 25. febrúar 1999 kl. 17:57

STAÐARDAGSKRÁ 21 Í REYKJANESBÆ

Vinnan hafin, vertu með Eins og þér mun kunnugt hefur Reykjanesbæjar ákveðið að taka þátt í Staðardagskrá 21. Á fundi sem haldinn var í Kjarna s.l. fimmtudag þ. 18. febrúar var skipað í þrjá undirbúninghópa sem eru að hefja störf. Hóparnir eru skipaðir áhugafólki og embættismönnum og eru öllum velkomið að taka þátt í starfi þeirra. Verkefnið í byrjun er að gera átttekt á tilteknum málaflokkum í sveitarfélaginu og verður sá vinnan unnin á næstu vikum. Ef þá hefur áhuga á að taka þátt í þessu starfi er þér bent á að hafa samband við hópstjórana og fá nánari upplýsingar hjá þeim. Hópur 1. Verkefni: Úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum, umhverfisfræðsla í skólum, málefni barna og unglinga, neyslumynstur og lífsstíll. Tengiliður: Sveindís Valdimarsdóttir, vinnus. 421-1135, 421-1045. Hópur 2. Verkefni: Náttúrumengun, gæði neysluvatns, hávaði og loftmengun, menningarminjar og náttáruvernd. Tengiliður: Jóhan D. Jónsson, vinnus. 421-6700 Hópur 3. Verkefni: Orkusparnaður, umferð og flutningar, auðlindanotkun, skipulagsmál, atvinnulífið. Tengiliður: Pétur Jóhannsson, vinnus. 421-4099. Annar sameiginlegur fundur verður í fundarsal Reykjanesbæjar í Kjarna, Hafnargötu 57 mánudaginn 1. mars kl. 17:00. Nánari upplýsingar veita Jóhann Bergmann, bæjarverkfræðingur í síma 421-6700 eða Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihóps, netfang: [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024