SSSól á trúnó í Hljómahöll í kvöld
Hljómsveitin SSSól verður unplugged á trúnó í Hljómahöll í kvöld, fimmtudaginn 26. apríl. Það eru örfá sæti laus á tónleikana.
Sólin var sú hljómsveit sem byrjaði snemma að tileinka sér þetta form á framkomu og fóru þó nokkrar tónleikaferðir þar sem einungis var leikið unplugged og verður nándin og tilfinningin oft hlýrri og persónulegri.
Lög sem fá ekki að heyrast eins oft þegar rokkið er allsráðandi, en fá að blómstra unplugged, lög eins og Ég stend á skýi, Kartöflur, Svo marga daga, Úlfurinn, til að nefna nokkur og einnig er gaman að heyra önnur rokkaðri lög í nettari útsetningum, Geta pabbar, Síðan hittumst við, Nostalgía o.s.frv.
Þetta er í fyrsta sinn sem Sólin spilar í Bergi í Hljómahöll og er tilhlökkun mikil meðal hljómsveitarmeðlima þar sem salurinn er orðinn þekktur fyrir mikla nánd á milli hljómsveitar og áhorfenda.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 en húsið opnar kl. 19:00.