Sprettur og spól á Keflavíkurflugvelli
Það var mikið fjör á Keflavíkurflugvelli í dag, þar sem sett var upp ökugerði þar sem menn gátu kitlað pinnan og sprett úr spopri og spólað á bifreiðum sínum. Fjölmargir nýttu sér aðstöðuna og daginn til að fá útrás á sérmerktri braut á Keflavíkurflugvelli.
Undanfarin ár hefur töluvert borið á kappakstri á götum og vegum landsins og er skortur á öruggu akstursíþróttasvæði talið eigi sinn þátt í því. Umferðarstofa hefur undanfarið í samstarfi við FÍB og LÍA átt fundi með áhugahópi um akstursíþróttir og hafa þar komið fram óskir um úrbætur í þessum efnum.
Í tilefni af alþjóðlegu umferðaöryggisvikunni hafði Umferðarstofa fengið leyfi frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar til að setja upp æfingasvæði á gamla varnarsvæðinu. Sett var upp aðstaða bæði fyrir mótorhjól og bíla.
Þetta verkefni er gert með því skilyrði að akstursíþróttamenn og þátttakendur leggi því lið að uppræta kappakstur úr almennri umferð. Verið er að móta reglur sem miða að því að þeir sem staðnir eru aðalvarlegum umferðalagabrotum séu útilokaðir frá mögulegum keppnum og aðgangi að svæðinu í framtíðinni. Þær hugmyndir hafa fengið góðar viðtökur meðal forsvarsmanna akstursíþróttafélaga og samtaka.
Umferðastofa og lögregla hafa sett þau skilyrði að akstursæfingar sem þessar séu samkvæmt alþjóðareglum um akstursíþróttir og -æfingar FIA, alþjóðasamtaka akstursíþróttafélaga, og því var LÍA, sem að er aðila að FIA, falið að annast rekstur og skipulagningu
akstursæfinganna í dag. Með þessu teljum við að verið sé að koma til móts við þarfir þessa hóps og mikla eftirspurn þeirra eftir öruggu akstursíþróttasvæði með því skilyrði að þau leggi sitt að mörkum til að uppræta kappakstur úr almennri umferð. Framhaldið ræðst af því að farið sé að þeim skilyrðum.
Svipmyndir frá deginum er að finna í ljósmyndasafni hér á vf.is
Undanfarin ár hefur töluvert borið á kappakstri á götum og vegum landsins og er skortur á öruggu akstursíþróttasvæði talið eigi sinn þátt í því. Umferðarstofa hefur undanfarið í samstarfi við FÍB og LÍA átt fundi með áhugahópi um akstursíþróttir og hafa þar komið fram óskir um úrbætur í þessum efnum.
Í tilefni af alþjóðlegu umferðaöryggisvikunni hafði Umferðarstofa fengið leyfi frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar til að setja upp æfingasvæði á gamla varnarsvæðinu. Sett var upp aðstaða bæði fyrir mótorhjól og bíla.
Þetta verkefni er gert með því skilyrði að akstursíþróttamenn og þátttakendur leggi því lið að uppræta kappakstur úr almennri umferð. Verið er að móta reglur sem miða að því að þeir sem staðnir eru aðalvarlegum umferðalagabrotum séu útilokaðir frá mögulegum keppnum og aðgangi að svæðinu í framtíðinni. Þær hugmyndir hafa fengið góðar viðtökur meðal forsvarsmanna akstursíþróttafélaga og samtaka.
Umferðastofa og lögregla hafa sett þau skilyrði að akstursæfingar sem þessar séu samkvæmt alþjóðareglum um akstursíþróttir og -æfingar FIA, alþjóðasamtaka akstursíþróttafélaga, og því var LÍA, sem að er aðila að FIA, falið að annast rekstur og skipulagningu
akstursæfinganna í dag. Með þessu teljum við að verið sé að koma til móts við þarfir þessa hóps og mikla eftirspurn þeirra eftir öruggu akstursíþróttasvæði með því skilyrði að þau leggi sitt að mörkum til að uppræta kappakstur úr almennri umferð. Framhaldið ræðst af því að farið sé að þeim skilyrðum.
Svipmyndir frá deginum er að finna í ljósmyndasafni hér á vf.is