Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spjaldtölva gefin til hæfingarstöðvarinnar
Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 10:28

Spjaldtölva gefin til hæfingarstöðvarinnar

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennirs styrkir Lionsklúbb Njarðvíkur á hverju ári  með því að kaupa af þeim happdrættismiða í jólahappdrætti þeirra.

Félagið hafði heppina með sér og vann Lenovo spjaldtölvu í happdrættinu nú fyrir jólin. Ákveðið var að gefa Hæfingarstöðinni á Suðurnesjum spjaldtölvuna ásamt því að gefa kaffistofu hæfingarstöðvarinnar kr.20.000,-vöruúttekt í Nettó.  Gjöfin nýtist þeim á hæfingarstöðinni vel þar sem meðal annars er hægt að nýta hana til þjálfunar.

Á meðfylgjandi mynd eru þær Heiðrún Eva, Thelma Rut og Amanda Auður sem tóku við gjöfinni frá VSFK fyrir hönd Hæfingarstöðvarinnar. Einnig eru á myndinni þeir Kristján og Jóhann frá VSFK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024