Spilar ekki Kasínu en er liðtækur rommý-spilari
Mikil spenna er að byggjast upp í Vogunum en Þróttur sótti um að halda Landsmót UMFÍ 50+ og hreppti hnossið. Mótið hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag klukkan tvö. Keppt er í hinum ýmsu greinum og verður margt annað skemmtilegt í boði, t.d. heimatónleikar á þremur heimilum á föstudagskvöldið.
Víkurfréttir tóku púlsinn á nokkrum Vogabúum í aðdraganda mótsins. Hilmar E. Sveinbjörnsson er skólastjóri Grunnskólans í Vogum.
Ég er ekki skráður sem keppandi þar sem ég hef skráð mig sem sjálfboðaliði í allt mótið. Verð því á staðnum og upplifi allt fjörið.
Þú kemur að undirbúningi í Strandarhlaupinu, hvernig hefur sá undirbúningur gengið?
Sá undirbúningur hefur alfarið verið í höndum eiginkonu minnar. Mér hefur verið úthlutuð stöð í brautarvörslu í hlaupinu. Þetta verður frábært hlaup, ég hvet alla til aðmæta.
Hvernig sýnist þér stemning Vogabúa fyrir Landsmótinu vera?
Hún er ljómandi fín, það verður líf og fjör í bænum.
Ætlarðu að taka þátt í Kasínumótinu á fimmtudagskvöldinu?
Ég spila því miður ekki kasínu en er liðtækur rommý spilari.
Muntu sækja einhverja heimatónleika?
Já ég hugsa að ég kíki til þeirra Helga og Júlíu.