Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Spilar ekki Kasínu en er liðtækur rommý-spilari
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 5. júní 2024 kl. 07:00

Spilar ekki Kasínu en er liðtækur rommý-spilari

Mikil spenna er að byggjast upp í Vogunum en Þróttur sótti um að halda Landsmót UMFÍ 50+ og hreppti hnossið. Mótið hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag klukkan tvö. Keppt er í hinum ýmsu greinum og verður margt annað skemmtilegt í boði, t.d. heimatónleikar á þremur heimilum á föstudagskvöldið.
Víkurfréttir tóku púlsinn á nokkrum Vogabúum í aðdraganda mótsins. Hilmar E. Sveinbjörnsson er skólastjóri Grunnskólans í Vogum.
Sagan segir að þú hljótir að vera búinn að skrá þig til leiks í einhverri grein, hvaða grein/um?
Ég er ekki skráður sem keppandi þar sem ég hef skráð mig sem sjálfboðaliði í allt mótið. Verð því á staðnum og upplifi allt fjörið.
Þú kemur að undirbúningi í Strandarhlaupinu, hvernig hefur sá undirbúningur gengið?
Sá undirbúningur hefur alfarið verið í höndum eiginkonu minnar. Mér hefur verið úthlutuð stöð í brautarvörslu í hlaupinu. Þetta verður frábært hlaup, ég hvet alla til aðmæta.
Hvernig sýnist þér stemning Vogabúa fyrir Landsmótinu vera?
Hún er ljómandi fín, það verður líf og fjör í bænum.
Ætlarðu að taka þátt í Kasínumótinu á fimmtudagskvöldinu?
Ég spila því miður ekki kasínu en er liðtækur rommý spilari.
Muntu sækja einhverja heimatónleika?
Já ég hugsa að ég kíki til þeirra Helga og Júlíu.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024