Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Spennandi Instagram leikur VF
Föstudagur 4. janúar 2013 kl. 14:47

Spennandi Instagram leikur VF

- Verðlaun frá Sambíóum, Langbest og Bláa Lóninu.

Víkurfréttir efna til nýs spennandi leiks - Instagram VF. Næsta mánuðinn verða veitt verðlaun fyrir bestu Instagram myndirnar sem eru merktar Víkurfréttum, þ.e. eru „hasstaggaðar“ Víkurfréttir. (#vikurfrettir).

Birtar verða vikulega skemmtilegustu myndirnar á vf.is og þá munu þrjár bestu myndirnar verða birtar í prentútgáfu Víkurfrétta og fá eigendur þeirra veglega vinninga frá Bláa lóninu, Sambíóinu Keflavík og Langbest. Við hvetjum snjallsímaeigendur að senda okkur skemmtilegar myndir sem þeir taka í Instagram forritinu, hvort sem það er á snjallsímann eða á spjaldtölvuna. Myndirnar geta verið af hverju sem er en þá helst af lífinu hér á Suðurnesjum en leitast er eftir því að fanga mannlífið hér á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu sigurvegarar verða verðlaunaðir í næsta blaði Víkurfrétta sem kemur út 10. janúar næstkomandi svo það er um að gera að byrja að mynda. Munið eftir að merkja myndina: #vikurfrettir.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá vinum Víkurfrétta á Instagram.

Alexandra Ásta tók þessa fallegu mynd í snjónum um daginn.

Það var fjör á gamlárskvöld hjá Erlu Sigríði og vinkonum hennar, en Erla tók þessa mynd.

Viktor Klimaszewski hitti snjókall á götum úti.